
Uppskrift frá Dominique
Fyllt villiönd og brasseruð að hætti Frakka
Fyrir 4.
Fylling
75 g villisveppir (þurrkaðir)
1 stk laukur
50 g beikon
1 dl rauðvín
1,5 dl rjómi
100 g brauðraspur
2 st egg
Salt og pipar
Fyrir 4.
Fylling
75 g villisveppir (þurrkaðir)
1 stk laukur
50 g beikon
1 dl rauðvín
1,5 dl rjómi
100 g brauðraspur
2 st egg
Salt og pipar
Villisveppirnir eru setir í bleyti. Laukur og beikon er skorið í bita og steikt í potti, þá ættu villisveppirnir að vera orðnir mjúkir , takið þá uppúr vatninu og kreistið allan safan af þeim og saxið þá létt og bætið þeim út í pottinn ásamt rauðvíni og rjóma og sjóðið þangað til blandan þykknar, takið þá af hitanum og bætið brauðraspi og eggjum saman við kryddið til með salti og pipar og setjið fyllingunna í kæli í 1 kls .
2. st villiönd
100 g perlulaukur
5-6 stk hvítlaukslauf
150 g gulrætur
200 g litllar kartöflur (helgur)
100 g beikon
100 g sveppir
100 g steinseljurót
2 msk tómatpúrra
7-8 greinar timjan
½ flaska Búrgundar rauðvín
½ l villibráðarsoð (vatn+teningar)
Salt og pipar
Fyllið endurnar og bindið saman lappirnar á þeim eða saumið fyrir gatið svo fyllingin velli ekki út, nuddið endurnar með salti og pipar og setjið þær i eldfastmót eða steikarapott. Afhýðið allt grænmetið og skerið í millistóra bita og setjið í fatið með öndunum ásamt tómatpúrru, timjan, rauðvíni og soði. Setjið í ofn við 160°c í 1kls , setjið þá grillið á í 10 mín. Mjög gott er að ausa soðinu yfir nokkrum sinnum meðan á eldun stendur.
No comments:
Post a Comment