Monday, December 8, 2008


Föstudagurinn ferðadagurinn var tekinn snemma , ég ætlaði að vera í samfloti með nokkrum strákum sem ég hafði kynnst í ferðinni. Þeir voru á sömu leið og ég nema þeir fóru beint í flug til Asíu en ætluðu ekki að dvelja í Róm eins og ég. Bílaleigubílnum þurfti ég að skila á flugvellinum í Róm og voru þeir í sömu erindagjörðum með sinn bílaleigubíl. Munurinn var bara sá að ég var á minni litlu Fiat lús en þeir á Alfa Romeo. Það haugaringdi alla leiðina suður og dró því flótt í sundur með okkur því Fiatinn minn var vægast sagt illa dekkjaður munstrið orðið illsjáanlegt og tæplega löglegt. Bíllinn flaut því fljótt upp þó ég væri ekki í hjólförum þannig að Alfa Romeoinn varð fljótlega minning ein í rigningunni. Ég var reyndar í góðum málum því seyðandi kvenmannsrödd úr GPS tækinu sagði mér að beyja til hægri og vinstri eftir hentugleika og leiddi mig að lokum í bílageymsluna þar sem bílnum var skilað.


Bílaleigan þessi þáttur ferðarinnar er sá hluti sem ég vil gleyma sem fyrst enda skyggir hann á annað skemmtilegt úr ferðinni. Þegar ég kom og skilaði bílnum á flugvellinum þá upphófst leikþáttur sem var eftirá að hyggja var spaugilegur en mér var ekki hlátur í huga þá.
bílinn skoði ítölsk stúlka heldur í lægri kantinum enda held ég að það hafi gert það að verkum að hún fann rispuna sem hún sagði að ekki hefði verið á bílnum fyrir. Rispan var sem sagt hálf undir stuðaranum (í beyjunni) þannig að ég átti að hafa valdið þessu en ég sór og sárt við lagði að hefði ekki rispað hann enda hefði ég orðið var við ef svo hefði verið. Þessari lágvöxnu ítölsku dömu var ekki haggað þrátt fyrir að ég benti á að bílnum skilaði ég tveimur dögum fyrr og greitt hafði verið fyrir. Þrátt fyrir það vildi hún rukka mig um tæpar 100 evrur !!
Þar sem skylda er að gefa upp kortanúmer hjá þeim er maður frekar varnarlaus og skrifaði ég undir viðbótina með fyrirvara. Málið er að ég versla aldrei við Budget aftur.

Rómarþátturinn nóg um bíla en sá sem hefur yfirumsjón með sölu í Róm er ungur maður að nafni Giuseppe sem verðið hefur þrátt fyrir ungan aldur lengi hjá fyrirtækinu , alinn upp í Bandaríkjunum og talar góða ensku og hinn skemmtilegasti félagi. Um leið og ég mætti fórum við Giuseppe af stað á torgið skemmtilega Campo di Fiorin en þar er einn vinsælasti vínbar í Róm sem selur mikið af víni. Eigandinn tók á móti okkur og sölufulltrúa fyrirtækisins í Róm , Gianluca að nafni. Þegar teknar höfðu verið niður pantanir fórum við í frábæra vínbúð Enoteca Constantini en eigandinn er með fágætt úrval vína. Hann sýndi mér í læstu geymsluna sína þar sem ég sá Brunello di Montalcino frá Biondi-Santi árgang 1891. ég var leystur út með 2 hvítvínsflöskum úr eigin framleiðslu (Frascati). Lukum við síðan góðum degi með heimsókn í sælkerabúðir á leiðinni heim á hótel.

No comments: