Tuesday, December 9, 2008


Laugardagurinn sýningadagurinn mikli ég hafði hlakkað mikið til þessa dags. Nú gafst tækifæri að sjá á einu bretti bestu vín Ítalíu á sýningunni Sens of Wine sem Luca Maroni stendur fyrir http://www.sensofwine.com/sow_2007_eng/index.html þetta var upplifun og af nógu af taka. Ég byrjað á freyðivínunum og voru nokkur sem voru sérlega athyglisverð helst þó frá Piedmonte og reyndar víðar að. Þá var að skoða hvítvínin og þar var nokkuð um fín vín og almennt hækkandi standard á ítölskum hvítvínum. Þá var að smakka þau rauðu og var það bæði klassík Toskana, Piedmonte, og önnur þekkt svæði en alltaf eru smáfyrirtæki frá minna þekktum svæðum með ýmsar tilraunir, misgóðar en áhugaverðar. Þetta er 2 daga ráðstefna og var rólegt framan af en var orðið eins og síld í tunnu um kvöldið ég taldi mig heppinn að hafa nýtt fyrripartinn vel. Í heildina var þetta góð sýning og allt vín sem voru mjög frambærileg enda framleiðendum boðin þátttaka af luca Maroni (Robert Parker þeirra ítala). Það voru því þreyttir en ánægðir félagar ég og Giuseppe sem skelltum okkur inn á Pizzustaðinn Napoli og fengum ítalska smárétti og fráb. Pizzur. Góður endir á Ítalíudvölinni Bella italia !!

No comments: