Monday, December 8, 2008


Fimmtudagurinn runninn upp minn síðasti dagur hjá Banfi. Prógrammið var nokkuð frjálst nema hópurinn sem ég hafði mest samband við ætlað að hittast í hádeginu og kaupa brauð og álegg og annað góðgæti. Morguninn notaði ég í að versla vín og smá gjafir fyrir fjölskylduna ásamt því að kveðja þetta ágæta fólk sem ég hafði kynnst í Toskana. Hádegismaturinn (veislan) var skemmtileg og þakkaði ég fyrir mig með smátölu ásamt því að gefa frábæra hópnum í markaðsdeildinni ljósmyndabókina hennar Sigrúnar K. og Pálma og prýðir hún hillurnar í deildinni. Bókin var gefin með því loforði að hópurinn kæmi í heimsókn til Íslands þar sem við gætum endurgoldið eitthvað af þessari gestrisni Ítalanna. Það var því með trega sem ég yfirgaf Montalcino.

No comments: