Wednesday, November 26, 2008

Jarðfræði og veðurfar


Miðvikudagurinn var spennandi því verkefni dagsins var að hitta helsta sérfræðing fyrirtækisins varðandi veðurfar og loftslag Mauritcio hann sem öllu ræður um hverju er plantað og hvar. Mauriticio er snaggarlegur maður á miðjum aldri og er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum , sérlundaður í meira lagi. Hann byrjaði á að sýna okkur hliðarbúgrein þeirra en þegar jarðirnar voru keyptar á áttunda áratugnum þá var mikil ávaxtarækt á landareignini og eina sem haldið var eftir var plómu og ólífurækt en fyrri henni er löng hefð í Toskana. Fyrirtækið er næst stærsti plómu framleiðandi í landinu og vinna þeir (þurrka og flokka) sjálfir.Að því loknu var ólífutínslan skoðuð en olían er send annað til vinnslu.

Þá var komið að vínræktinni og sagði Mauritcio okkur frá því að unnið hefði verið að jarðvegsrannsóknum markvisst í nokkur ár og hefði það skilað nokkrum árangri. Annað merkilegt lagtímaverkefni er að unnið hefður verið af því að skipta út gömlum vínvið (betri klónum) og líkur því verkefni 2012. Talið barst að því að leit þeirra að bestu klónum. Niðurstaða þeirra er að 4-5 toppafbrigði eru notuð mismunandi eftir staðsetningu og er áhættunni dreift þannig að alltaf er eitthvað gott í gangi. Poggio Alle Mura er t.d. sérklónn sem er ræktaður á svæði í efstu hæðum kringum kastalann. Einnig eru klónarir merktir k - 20 og er það oft blöndunnarhlutfall viðkomandi klóns við aðra.

No comments: