Sunnudagurinn sólríkur og svalur. Frídagurinn einnig notaður til skoðunarferða. Fyrst var stefnan tekin á fallega bæinn Pienza frá 15 öld þar sem er ostabúð við ostabúð og ilmurinn af Peccorino ostinum enn í vitum mínum. Það var talsvert mikið af ítölum og túrhestum að nota fallega verðið til að kaupa osta og vín eða
bara í bíltúr. Bærinn er eintaklega fallegur stendur á hæð (eins og svo margir aðrir á þessum slóðum) en sagan segir að hann hafi verið reystur að ósk Piusar II páfa
1459 og má sjá margt sem mynnir á það svo sem Piusar II torgið og brunninn.Eftir að hafa keypt smávegis af ostum var haldið til Montepuliciano sem er stutt frá.
Það sama gildir um þennan bæ falleg staðsetning saga en vínin eru þarna í aðalhlutverki. Deginum lokað með léttri máltíð í Montalcino á Grappolo Blue.
Kvöldið notað til að undirbúa morgundaginn með víngerðamanni Banfi sem ég á að hitta snemma í fyrramálið.
1 comment:
Þetta er nú aldeilis ferð. Dauðöfunda þig og fylgist spennt með, kv.frá okkur öllum, Harpa
Post a Comment