Mánudagur og nú brá út af vananum komið íslenskt veður rok og rigning. Dagskráin í dag var mjög spennandi ég átti fá að hitta og fylgjast með störfum víngerðamannana og var ég ekki fyrir vonbrigðum. Poulo næst æðsti víngerðamaðurinn á staðnum og sá sem hefur mest með rauðvínin að gera fór með mig víða um vígerðina og fékk ég að smakka vínin á mismunandi þroskastigum og mismunandi afbrigði og garða sem voru í vinnslu hinum ólíku tönkum í víngerðinni. Það var einnig fróðlegt að sjá nýjustu tækin s.s. eikar-stáltankana sem voru 5 ár í þróun og voru smíðaðir á staðnum. Einnig vakti athygli mína pressa sem aðskilur strax nýpressaðan þrúgusafann eftir sýrustigi. Næstur til að lóðsa mig um var Matteo sem er sérfræðingur í hvítum þrúgum og fórum við um víðan völl og smökkuðum Sauvignon Blanc,
Pinot Grigio, Chardonnay, ásamt Moscato. Allt eru þetta þrúgur sem þroskaðar eru á Gerbotnfalli sem við tókum sýni af í öllum tönkunum bæði í miðjum tanki sem og botnfallinu. Mér skilst að Matteo skoði einnig efst í hvern tank á hverjum degi. Skoðaðar voru einnig rannsóknastofurnar og gersortering en það eru notaðar 2-3 tegundir geri allt eftir því sem víngerðamennirnir telja heppilegastan kostinn. Síðastur til að slást í hópinn var Richardo sem er sérfræðingur í eik og notkun hennar. Eftir ítalskt matarhlé var haldið áfram og stór smökkun með þessum víngerðamönnum þar sem rætt var um vínin og helstu styrkleika og galla hverrar þrúgu. Sem sagt afar fróðlegur og ánæjulegur dagur og í kvöld á að hittast í Montalcino með tveimur umboðsmönnum fyrirtækisins öðrum frá Kanada og hinum frá Tailandi þar sem áræðanlega verður spjallað um vín.
No comments:
Post a Comment