Fimmtudagur og ennþá sól en smá gola. Í dag á að fara til Flórens með „Ambassador of fine wines“ Yoshi en í dag var komið að því að funda með einum af umboðsmönnum fyrirtækisins í Flórens en þeir eru 3. Fyrir valinu var einn að reyndustu sölumönnum þeirra Claudio Calussi. Við Yoshi vorum sóttir á piazza della Michel Angelo þar sem útsýni er yfir borgina. Það var frólegt að fylgjast með þeim kumpánum þar sem Claudio dró okkur á milli veitingahúsa , og vínbúða þar sem heilsað var uppá eigendurna og spurt út í hvering salan gengi hvort eitthvað mætti betur fara. Þetta virðist mjög mikilvægt fyrir viðskiptin og menn augljóslega ánægðir með að fá bæði umboðsmann og Yoshi sem ávallt var kynntur sem „Ambassador of fine wines“ að sögn umboðsmannsins eru þessir aðilar sem eru fjöldamargir heimsóttir reglulega og athugað hvernig allt gengur. Á einum af þessum stöðum var snæddur hádegisverður að hætti Toskanabúa baunasúpa (þykk) með slatta af nýpressaðri ólífuolíu og t-beinssteik af stærri gerðinni tommu þykk og dugði ein fyrir alla en selja átti okkur eina á mann. Við fórum síðan um allan miðbæinn og fékk ég létta söguskoðun á ítölsk-ensku frá Claudio í leiðinni ásamt því að smella af nokkrum myndum á hlaupum. Þar er ekki ofsögum sagt að borgin er fögur og drýpur sagan af hverju strái. Við Yoshi komum til Montalcino rétt fyrir kvöldmat eftir annasaman dag en þá átti Yoshi enn eftir að hitta nýjan viðskiptavin frá Bologna áður en hann heldur til Tokyo að sinna viðskiptavinum í Japan í hálfan mánuð. Hann er auðvitað kjörinn í þetta verk þar sem hann er japanskur en lærði til vínþjóns og vínfræði í háskólanum í Bologna í 5 ár en réðt síðan til fyrirtækisins og hefur verið þar í 11 ár. Mér var það fljótlega ljóst að vinnudagurinn er langur hjá starfsfólkinu í sölustarfinu hvort sem er innanlands eða í útflutningnum enda samkeppni mikil því það eru yfir 250 framleiðendur af Brunello di Montalcino. Það er því nauðsynlegt að helga sig starfinu en þó virðist fjölskyldulegt andrúmsloft ráða ríkjum þrátt fyrir mikla vinnu og harða samkeppni.
Við Allesandro hittumst síðar um kvöldið á litlum heimilislegum veitingastað í Montalcino og snæddum léttan kvöldverð á Blue Grappolo þar sem ég fékk mér góða bruscettu og dásamlegt heimlagað heslihnetutagietella með sveppum ekkert sérstaklega slæmt. Með þessu drukkum við Rosso di Montalcino frá litlum framleiðada. Að lokum kvaddi Allesandro þar sem hann þurfti að hitta viðskiptavin upp í Bologna snemma á morgun. Ég leysti bæði Yoshi og Allesandro út með fínu ljósmyndabókinni hennar Sigrúnar Kristjáns. og voru þeir mjög ánægðir með gjöfina.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment