Monday, November 10, 2008

Upphafið

Nú er að tolla í tískunni og fara að blogga. Tilefnið er þó væntanleg ferð mín til Toskana á Ítalíu sem er Da Vinci styrkferð til að kynna mér víngerð í Toskana. Fyrirtækið sem tekur á móti mér í Toskana heitir Banfi og er staðsett nálagt bænum Montepuliciano. Ég verð hjá þeim í tvær vikur frá 17 til 30 nóv. Fyrirtækið er stórt og framsækið með margvíslega framleiðslu víðsvegar um Toskana. Þetta er mjög spennandi og á ég að fá að kynna mér hina ýmsu þætti framleiðslunnar þennan hálfa mánuð.

1 comment:

Sjúl said...

Hæhæ pabbs…vona að ferðin hafi gengið vel út. Var að koma af leiknum móti Njarðvík. Þetta var í einu orði sagt RÚST. 103-48. Maður hefur aldrei séð annað eins. Áfram KR.