Þriðudagur eða þokudagur skyggið í Montalcino var ekki meira en 50-100 metra þegar ég lagði af stað en þegar ég nálgaðist víngerðina þá tók sólin að skína. Dagurinn var skipulagður þannig að ég mætti í vínbúðina þeirra Enoteca og hóf störf með innarbúðarfólkinu þeirra fékk svuntu og allt. Mér fannst ég vera á heimaslóðum þarna og fékk að taka þátt í flestu m.a. vínsmakki með viðskiptavinum.
Að loknu hádegishléi með starfsfólkinu fékk ég að fara í eldhúsið í Taverna og kíkja yfir öxlina á Salvadore sem þar ræður ríkjum og var það ekki lélegt fyrir mataráhugamann sem mig að fylgjast með þeim að störfum. Salvatore leysti mig út með fjölda uppskrifta í lokinn og held ég að hann sé á leið til Íslands fljótlega. Serena sú sem tekur á móti gestum hótelsins og fer með þeim í vínferðir fékk mig með sér í skoðunarferð með Pari frá Boston og var það skemmtilegt , líflegir kanar.
Ég fékk í framhaldi að skoða hótelið þeirra í kastalanum Il Borgo en þar eru 14 lúxusherbergi og gerist held ég gisting mikið betri allt smekklega innréttað og engin herbergi eins og þjónustan fábær.
Um kvöldið var ég í fylgd með Fabio sem er ráðsmaðurinn í kastalanum og borðum við saman á Il Ristorrante sem stolt þeirra á staðum enda handhafi einnar Michelinstjörnu.
Ég held að þessi frábæri 5 rétta matseðill þeirra með vínum frá staðnum verði seint toppaður.
1 comment:
Hæ hæ Júlli,
Þessi ferð hljómar eins og algjör draumur :-) Góður matur, fallegir staðir og gaman að fá að taka þátt í víngerðinni.
Skemmtilegt blogg hjá þér :-) Góða skemmtun áfram.
Bestu kveðjur,
Anna Kapitola.
P.S. Mæli með því að þú opnir fyrir gestabók á síðunni hjá þér, það er algjör gestaþraut að kvitta fyrir heimsókninni ;-)
Post a Comment