Miðvikudagurinn var fallegur dagur og svæðið skartaði sínu fegursta og allstaðar blasa haustlitir við. Hitinn yfir hádaginn minnti á íslenskt sumar. Dagskrá dagsins var spennandi , fyrst skyldi víngerðin skoðuð. Það var Yoshiaki Miyajima sem ég fékk sem leiðsögumann og var hvergi komið af tómum kofanum hjá honum. Þetta var einstaklega fræðandi þar sem blasti við voru risastórir hitastýrðir eikartankar með stál efri og neðri hluta. Stórir stáltankar í bland við 350 lítra eikartunnur ásamt fleiru. Nýjustu tækni virðist beitt allstaðar sem því er viðkomið án þess að slaka á gæðum. Fróðlegt var að sjá hvað mörg tækniatriði voru vel leyst og stöðugt verið að gera tilraunir í víngerðinni.Það var verið að vinna um allt hús ekki síst í pökkunardeildinni þar sem gjafa (jólakassar )voru allsráðandi.
Að lokinni víngerðarheimsókn var ekið um nágrennið og víngarðar skoðaðir en þeir þekja stórt svæði bæði hæðótt og einnig niður á sléttu sem liggur nálægt ánni Orcia þar sem leirkenndur jarðvegur er en hann minnir sumpart á hægri bakka Bordaux enda töluvert um Merlot ásamt Pinot Griggio. Margt hefur áhrif á loftslag á þessu svæði m.a.fjalllendi haf og fleira þannig að það myndast micro climat á nokkrum stöðum það styðja þessa kenningu mælingar sem fyrirtækið hefur stundað frá 2001 á 3 stöðum á svæðinu. Toskan er gamall hafsbotn frá því fyrir um 4 milljónum ára núna nýlega komu steingerð hvalbein í ljós á landareign Banfi og eru þau geymd í geymslu í kastalanum poggio Alle Mura. Ég var svo heppinn að fá að kíkja á þau og stendur til að búa um þau þannig að almenningur fái að líta þau augum.
Vínsmökkun í Enoteca vínversluninni var næst á dagskráinni og sýndi Yoshiaki Miyajima mér helstu vínin einnig þau sem fyrirtækið er að rækta í piedmont s.s.L‘Ardi sem er Dolcettod‘Acqui , Vigneto Banin Barbera D‘Asti og spennandi vín La Lus sem er úr Albarossa sem er blendingur af Nebbiolo og Barbera.
Fræðsluhluta dagsins lauk með skoðun á mjög áhugaverðu glersafni í kastalanum þar sem munir eru frá því löngu fyrir kristburð. Flöskuhluti safnins er ekki síður áhugaverður en safnið er staðsett í gamla hesthúsi kastalans þar sem járnsmiðurinn var einnig til húsa.
Kvöldinu lauk síðan með að hitta nokkra starfsmenn sem hafa það að venju yfir vetratímann að hittast á miðvikudögum og fá sér pizzu og horfa á gamlar myndir bæði Ítalskar og Bandarískar. Fyrir valinu í kvöld var Easy Rider sem sennilega hefur verið ein af fyrstu vegamyndum sem gerðar hafa verið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment