Laugardagur var notaður í skoðunarferð um nágrannabæi og borgir. Veðrið sólríkt og loftið svalt og tært.Stefnan var tekin á Siena en kíkti við á útimarkaði í Bounvencento þar sem ég verslað smá krydd. Eftir markaðinn hélt ég til Siena þar sem margt fallegt er að sjá. Ekki er hægt að fara á bíl inn í bæinn og lagði bílnum í bílastæðahúsinu Il Campo þar sem stutt var að rölta inn á torgið fallega Piazza il Campo þar sem frægar hestakappreiðar (Pailo del Siena) eru haldnar tvisvar á ári allt frá miðöldum en það þykir mikill heiður fyrir þorpin eða bæjarhlutana að sigra þetta hlaup.Mér var þó ofar í huga senurnar í James Bond nýju en þær eru teknar
á torginu meða kappreiðarnar eiga sér stað. Það fer heldur enginn frá Siena öðruvísi en að skoða Duomo kirkjuna fallegu en það lýsir af marmaranum og gaman að sjá að
hún er eiginlega í KR-litunum. Inni er kirkjan frábærlega skreytt sérstaklega gólfið.
Dominque gaf mér tips um að tveimur fallegum bæjum mætti ég ekki sleppa að fara til Volterra og San Gimignano. Ég var ekki fyrir vonbrigðum báðir bæirnir eru gamlir og standa hátt Með fallegum söfnum og búðum sérstaklega San Gimignano þar sem ægir saman vín-og sælkerabúðum ásamt leirkera og leðurbúðum. Ég stóðst ekki mátið keypti krydd , pasta og aðrar sælkeravörur í San Gimignano.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment