Monday, November 24, 2008

Markaðsmál


Föstudagur og að íslendingasið er rétt að mynnast aðeins á veðrið en það var hálfskýjað smá gola en fínt veður.Það gekk hálf erviðlega að komast héðan frá torginu vegna þess að fyrir utan var kominn lítill markaður sem lokaði venjulegri akstursleið og þurfti ég að keyra niður þröngar götur í þorpinu sem varla voru bílfærar (þröngar) Það var líka annað sem gladdi sérstaklega en það var komin stöðumælasekt á bílinn þrátt fyrir að ég færði bílinn og lagði honum í nágrennið að leiðbeiningum Yoshi. Þar fóru 106 efrur......vita þessir andsk... hvað efran er á ? Jæja að öðru og ánæjulegra markaðsdeildin tók á móti mér og leiddi mig þar í alla sannleikann um markað útbreiðslu hagnað og annað sem skiptir máli í nútímaviðskiptum. Eftir markaðstölur kom saga og þróun fyrirtækisins sem var að mörgu leyti mjög áhugaverð. Þetta var allt saman flutt af starfsfólki 4 alls í 2 áföngum í miðjum söluönnum hjá þeim og var ég þeim ákaflega þakklátur vel og fagmannlega flutt. Ég ætla þó ekki að þreyta ykkur á tölum en ég fékk allan fyrirlesturinn prentaðan með mér að honum loknum dálaglegur bunki. Að hætti ítala er dagurinn brotinn upp af góðum hádegisverði í fallegu smáþorpi sem í miðja vegu milli Montalcino og höfuðstöðva Banfi á fallegri hæð Sant' Angelo in Colle og heitir staðurinn Trattoria IL Leccio. Maturinn samanstóð af smáréttum úr héraðinu þar sem steiktur Portobellosveppur stóð uppúr af mörgu góðu

Það var síðan ánæguleg heimsókn sem markaðsdeildin hafði óvænt skipulagt en ég fór og skoðaði aðra og minni víngerð Poggio Antico (gamla hæð) þar sem Lisa snaggarleg
stelpa sýndi mér víngerðina og smökkun á eftir. Það var gaman að bera saman þennan litla framleiðanda og Banfi. Báðir hafa töluvert til sýns ágætis og ekki alls ólíkir í
hefðbundinni Brunello framleiðslu allt nema magnið.

No comments: