Wednesday, November 26, 2008

Jarðfræði og veðurfar


Miðvikudagurinn var spennandi því verkefni dagsins var að hitta helsta sérfræðing fyrirtækisins varðandi veðurfar og loftslag Mauritcio hann sem öllu ræður um hverju er plantað og hvar. Mauriticio er snaggarlegur maður á miðjum aldri og er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum , sérlundaður í meira lagi. Hann byrjaði á að sýna okkur hliðarbúgrein þeirra en þegar jarðirnar voru keyptar á áttunda áratugnum þá var mikil ávaxtarækt á landareignini og eina sem haldið var eftir var plómu og ólífurækt en fyrri henni er löng hefð í Toskana. Fyrirtækið er næst stærsti plómu framleiðandi í landinu og vinna þeir (þurrka og flokka) sjálfir.Að því loknu var ólífutínslan skoðuð en olían er send annað til vinnslu.

Þá var komið að vínræktinni og sagði Mauritcio okkur frá því að unnið hefði verið að jarðvegsrannsóknum markvisst í nokkur ár og hefði það skilað nokkrum árangri. Annað merkilegt lagtímaverkefni er að unnið hefður verið af því að skipta út gömlum vínvið (betri klónum) og líkur því verkefni 2012. Talið barst að því að leit þeirra að bestu klónum. Niðurstaða þeirra er að 4-5 toppafbrigði eru notuð mismunandi eftir staðsetningu og er áhættunni dreift þannig að alltaf er eitthvað gott í gangi. Poggio Alle Mura er t.d. sérklónn sem er ræktaður á svæði í efstu hæðum kringum kastalann. Einnig eru klónarir merktir k - 20 og er það oft blöndunnarhlutfall viðkomandi klóns við aðra.

Poggio Alle Mura


Þriðudagur eða þokudagur skyggið í Montalcino var ekki meira en 50-100 metra þegar ég lagði af stað en þegar ég nálgaðist víngerðina þá tók sólin að skína. Dagurinn var skipulagður þannig að ég mætti í vínbúðina þeirra Enoteca og hóf störf með innarbúðarfólkinu þeirra fékk svuntu og allt. Mér fannst ég vera á heimaslóðum þarna og fékk að taka þátt í flestu m.a. vínsmakki með viðskiptavinum.

Að loknu hádegishléi með starfsfólkinu fékk ég að fara í eldhúsið í Taverna og kíkja yfir öxlina á Salvadore sem þar ræður ríkjum og var það ekki lélegt fyrir mataráhugamann sem mig að fylgjast með þeim að störfum. Salvatore leysti mig út með fjölda uppskrifta í lokinn og held ég að hann sé á leið til Íslands fljótlega. Serena sú sem tekur á móti gestum hótelsins og fer með þeim í vínferðir fékk mig með sér í skoðunarferð með Pari frá Boston og var það skemmtilegt , líflegir kanar.

Ég fékk í framhaldi að skoða hótelið þeirra í kastalanum Il Borgo en þar eru 14 lúxusherbergi og gerist held ég gisting mikið betri allt smekklega innréttað og engin herbergi eins og þjónustan fábær.

Um kvöldið var ég í fylgd með Fabio sem er ráðsmaðurinn í kastalanum og borðum við saman á Il Ristorrante sem stolt þeirra á staðum enda handhafi einnar Michelinstjörnu.
Ég held að þessi frábæri 5 rétta matseðill þeirra með vínum frá staðnum verði seint toppaður.

Tuesday, November 25, 2008


Mánudagur og nú brá út af vananum komið íslenskt veður rok og rigning. Dagskráin í dag var mjög spennandi ég átti fá að hitta og fylgjast með störfum víngerðamannana og var ég ekki fyrir vonbrigðum. Poulo næst æðsti víngerðamaðurinn á staðnum og sá sem hefur mest með rauðvínin að gera fór með mig víða um vígerðina og fékk ég að smakka vínin á mismunandi þroskastigum og mismunandi afbrigði og garða sem voru í vinnslu hinum ólíku tönkum í víngerðinni. Það var einnig fróðlegt að sjá nýjustu tækin s.s. eikar-stáltankana sem voru 5 ár í þróun og voru smíðaðir á staðnum. Einnig vakti athygli mína pressa sem aðskilur strax nýpressaðan þrúgusafann eftir sýrustigi. Næstur til að lóðsa mig um var Matteo sem er sérfræðingur í hvítum þrúgum og fórum við um víðan völl og smökkuðum Sauvignon Blanc,
Pinot Grigio, Chardonnay, ásamt Moscato. Allt eru þetta þrúgur sem þroskaðar eru á Gerbotnfalli sem við tókum sýni af í öllum tönkunum bæði í miðjum tanki sem og botnfallinu. Mér skilst að Matteo skoði einnig efst í hvern tank á hverjum degi. Skoðaðar voru einnig rannsóknastofurnar og gersortering en það eru notaðar 2-3 tegundir geri allt eftir því sem víngerðamennirnir telja heppilegastan kostinn. Síðastur til að slást í hópinn var Richardo sem er sérfræðingur í eik og notkun hennar. Eftir ítalskt matarhlé var haldið áfram og stór smökkun með þessum víngerðamönnum þar sem rætt var um vínin og helstu styrkleika og galla hverrar þrúgu. Sem sagt afar fróðlegur og ánæjulegur dagur og í kvöld á að hittast í Montalcino með tveimur umboðsmönnum fyrirtækisins öðrum frá Kanada og hinum frá Tailandi þar sem áræðanlega verður spjallað um vín.

Monday, November 24, 2008

Pienza og Montepuliciano


Sunnudagurinn sólríkur og svalur. Frídagurinn einnig notaður til skoðunarferða. Fyrst var stefnan tekin á fallega bæinn Pienza frá 15 öld þar sem er ostabúð við ostabúð og ilmurinn af Peccorino ostinum enn í vitum mínum. Það var talsvert mikið af ítölum og túrhestum að nota fallega verðið til að kaupa osta og vín eða
bara í bíltúr. Bærinn er eintaklega fallegur stendur á hæð (eins og svo margir aðrir á þessum slóðum) en sagan segir að hann hafi verið reystur að ósk Piusar II páfa
1459 og má sjá margt sem mynnir á það svo sem Piusar II torgið og brunninn.Eftir að hafa keypt smávegis af ostum var haldið til Montepuliciano sem er stutt frá.
Það sama gildir um þennan bæ falleg staðsetning saga en vínin eru þarna í aðalhlutverki. Deginum lokað með léttri máltíð í Montalcino á Grappolo Blue.
Kvöldið notað til að undirbúa morgundaginn með víngerðamanni Banfi sem ég á að hitta snemma í fyrramálið.
Laugardagur var notaður í skoðunarferð um nágrannabæi og borgir. Veðrið sólríkt og loftið svalt og tært.Stefnan var tekin á Siena en kíkti við á útimarkaði í Bounvencento þar sem ég verslað smá krydd. Eftir markaðinn hélt ég til Siena þar sem margt fallegt er að sjá. Ekki er hægt að fara á bíl inn í bæinn og lagði bílnum í bílastæðahúsinu Il Campo þar sem stutt var að rölta inn á torgið fallega Piazza il Campo þar sem frægar hestakappreiðar (Pailo del Siena) eru haldnar tvisvar á ári allt frá miðöldum en það þykir mikill heiður fyrir þorpin eða bæjarhlutana að sigra þetta hlaup.Mér var þó ofar í huga senurnar í James Bond nýju en þær eru teknar
á torginu meða kappreiðarnar eiga sér stað. Það fer heldur enginn frá Siena öðruvísi en að skoða Duomo kirkjuna fallegu en það lýsir af marmaranum og gaman að sjá að
hún er eiginlega í KR-litunum. Inni er kirkjan frábærlega skreytt sérstaklega gólfið.

Dominque gaf mér tips um að tveimur fallegum bæjum mætti ég ekki sleppa að fara til Volterra og San Gimignano. Ég var ekki fyrir vonbrigðum báðir bæirnir eru gamlir og standa hátt Með fallegum söfnum og búðum sérstaklega San Gimignano þar sem ægir saman vín-og sælkerabúðum ásamt leirkera og leðurbúðum. Ég stóðst ekki mátið keypti krydd , pasta og aðrar sælkeravörur í San Gimignano.

Markaðsmál


Föstudagur og að íslendingasið er rétt að mynnast aðeins á veðrið en það var hálfskýjað smá gola en fínt veður.Það gekk hálf erviðlega að komast héðan frá torginu vegna þess að fyrir utan var kominn lítill markaður sem lokaði venjulegri akstursleið og þurfti ég að keyra niður þröngar götur í þorpinu sem varla voru bílfærar (þröngar) Það var líka annað sem gladdi sérstaklega en það var komin stöðumælasekt á bílinn þrátt fyrir að ég færði bílinn og lagði honum í nágrennið að leiðbeiningum Yoshi. Þar fóru 106 efrur......vita þessir andsk... hvað efran er á ? Jæja að öðru og ánæjulegra markaðsdeildin tók á móti mér og leiddi mig þar í alla sannleikann um markað útbreiðslu hagnað og annað sem skiptir máli í nútímaviðskiptum. Eftir markaðstölur kom saga og þróun fyrirtækisins sem var að mörgu leyti mjög áhugaverð. Þetta var allt saman flutt af starfsfólki 4 alls í 2 áföngum í miðjum söluönnum hjá þeim og var ég þeim ákaflega þakklátur vel og fagmannlega flutt. Ég ætla þó ekki að þreyta ykkur á tölum en ég fékk allan fyrirlesturinn prentaðan með mér að honum loknum dálaglegur bunki. Að hætti ítala er dagurinn brotinn upp af góðum hádegisverði í fallegu smáþorpi sem í miðja vegu milli Montalcino og höfuðstöðva Banfi á fallegri hæð Sant' Angelo in Colle og heitir staðurinn Trattoria IL Leccio. Maturinn samanstóð af smáréttum úr héraðinu þar sem steiktur Portobellosveppur stóð uppúr af mörgu góðu

Það var síðan ánæguleg heimsókn sem markaðsdeildin hafði óvænt skipulagt en ég fór og skoðaði aðra og minni víngerð Poggio Antico (gamla hæð) þar sem Lisa snaggarleg
stelpa sýndi mér víngerðina og smökkun á eftir. Það var gaman að bera saman þennan litla framleiðanda og Banfi. Báðir hafa töluvert til sýns ágætis og ekki alls ólíkir í
hefðbundinni Brunello framleiðslu allt nema magnið.

Friday, November 21, 2008

Fimmtudagur og ennþá sól en smá gola. Í dag á að fara til Flórens með „Ambassador of fine wines“ Yoshi en í dag var komið að því að funda með einum af umboðsmönnum fyrirtækisins í Flórens en þeir eru 3. Fyrir valinu var einn að reyndustu sölumönnum þeirra Claudio Calussi. Við Yoshi vorum sóttir á piazza della Michel Angelo þar sem útsýni er yfir borgina. Það var frólegt að fylgjast með þeim kumpánum þar sem Claudio dró okkur á milli veitingahúsa , og vínbúða þar sem heilsað var uppá eigendurna og spurt út í hvering salan gengi hvort eitthvað mætti betur fara. Þetta virðist mjög mikilvægt fyrir viðskiptin og menn augljóslega ánægðir með að fá bæði umboðsmann og Yoshi sem ávallt var kynntur sem „Ambassador of fine wines“ að sögn umboðsmannsins eru þessir aðilar sem eru fjöldamargir heimsóttir reglulega og athugað hvernig allt gengur. Á einum af þessum stöðum var snæddur hádegisverður að hætti Toskanabúa baunasúpa (þykk) með slatta af nýpressaðri ólífuolíu og t-beinssteik af stærri gerðinni tommu þykk og dugði ein fyrir alla en selja átti okkur eina á mann. Við fórum síðan um allan miðbæinn og fékk ég létta söguskoðun á ítölsk-ensku frá Claudio í leiðinni ásamt því að smella af nokkrum myndum á hlaupum. Þar er ekki ofsögum sagt að borgin er fögur og drýpur sagan af hverju strái. Við Yoshi komum til Montalcino rétt fyrir kvöldmat eftir annasaman dag en þá átti Yoshi enn eftir að hitta nýjan viðskiptavin frá Bologna áður en hann heldur til Tokyo að sinna viðskiptavinum í Japan í hálfan mánuð. Hann er auðvitað kjörinn í þetta verk þar sem hann er japanskur en lærði til vínþjóns og vínfræði í háskólanum í Bologna í 5 ár en réðt síðan til fyrirtækisins og hefur verið þar í 11 ár. Mér var það fljótlega ljóst að vinnudagurinn er langur hjá starfsfólkinu í sölustarfinu hvort sem er innanlands eða í útflutningnum enda samkeppni mikil því það eru yfir 250 framleiðendur af Brunello di Montalcino. Það er því nauðsynlegt að helga sig starfinu en þó virðist fjölskyldulegt andrúmsloft ráða ríkjum þrátt fyrir mikla vinnu og harða samkeppni.
Við Allesandro hittumst síðar um kvöldið á litlum heimilislegum veitingastað í Montalcino og snæddum léttan kvöldverð á Blue Grappolo þar sem ég fékk mér góða bruscettu og dásamlegt heimlagað heslihnetutagietella með sveppum ekkert sérstaklega slæmt. Með þessu drukkum við Rosso di Montalcino frá litlum framleiðada. Að lokum kvaddi Allesandro þar sem hann þurfti að hitta viðskiptavin upp í Bologna snemma á morgun. Ég leysti bæði Yoshi og Allesandro út með fínu ljósmyndabókinni hennar Sigrúnar Kristjáns. og voru þeir mjög ánægðir með gjöfina.
Miðvikudagurinn var fallegur dagur og svæðið skartaði sínu fegursta og allstaðar blasa haustlitir við. Hitinn yfir hádaginn minnti á íslenskt sumar. Dagskrá dagsins var spennandi , fyrst skyldi víngerðin skoðuð. Það var Yoshiaki Miyajima sem ég fékk sem leiðsögumann og var hvergi komið af tómum kofanum hjá honum. Þetta var einstaklega fræðandi þar sem blasti við voru risastórir hitastýrðir eikartankar með stál efri og neðri hluta. Stórir stáltankar í bland við 350 lítra eikartunnur ásamt fleiru. Nýjustu tækni virðist beitt allstaðar sem því er viðkomið án þess að slaka á gæðum. Fróðlegt var að sjá hvað mörg tækniatriði voru vel leyst og stöðugt verið að gera tilraunir í víngerðinni.Það var verið að vinna um allt hús ekki síst í pökkunardeildinni þar sem gjafa (jólakassar )voru allsráðandi.

Að lokinni víngerðarheimsókn var ekið um nágrennið og víngarðar skoðaðir en þeir þekja stórt svæði bæði hæðótt og einnig niður á sléttu sem liggur nálægt ánni Orcia þar sem leirkenndur jarðvegur er en hann minnir sumpart á hægri bakka Bordaux enda töluvert um Merlot ásamt Pinot Griggio. Margt hefur áhrif á loftslag á þessu svæði m.a.fjalllendi haf og fleira þannig að það myndast micro climat á nokkrum stöðum það styðja þessa kenningu mælingar sem fyrirtækið hefur stundað frá 2001 á 3 stöðum á svæðinu. Toskan er gamall hafsbotn frá því fyrir um 4 milljónum ára núna nýlega komu steingerð hvalbein í ljós á landareign Banfi og eru þau geymd í geymslu í kastalanum poggio Alle Mura. Ég var svo heppinn að fá að kíkja á þau og stendur til að búa um þau þannig að almenningur fái að líta þau augum.

Vínsmökkun í Enoteca vínversluninni var næst á dagskráinni og sýndi Yoshiaki Miyajima mér helstu vínin einnig þau sem fyrirtækið er að rækta í piedmont s.s.L‘Ardi sem er Dolcettod‘Acqui , Vigneto Banin Barbera D‘Asti og spennandi vín La Lus sem er úr Albarossa sem er blendingur af Nebbiolo og Barbera.

Fræðsluhluta dagsins lauk með skoðun á mjög áhugaverðu glersafni í kastalanum þar sem munir eru frá því löngu fyrir kristburð. Flöskuhluti safnins er ekki síður áhugaverður en safnið er staðsett í gamla hesthúsi kastalans þar sem járnsmiðurinn var einnig til húsa.

Kvöldinu lauk síðan með að hitta nokkra starfsmenn sem hafa það að venju yfir vetratímann að hittast á miðvikudögum og fá sér pizzu og horfa á gamlar myndir bæði Ítalskar og Bandarískar. Fyrir valinu í kvöld var Easy Rider sem sennilega hefur verið ein af fyrstu vegamyndum sem gerðar hafa verið.

Wednesday, November 19, 2008

Toskana

Posted by Picasa
18 nóv.
Dagurinn var tekinn snemma og bílaleigubíllinn græjaður GPS og ekið af stað í átt til Montalcino nánar tiltekið fyrirtækis sem Banfi nefnist og er staðsett rétt fyrir utan bæinn. Ég kom rúmlega hádegi til Banfi og tók Allesandro á móti mér og sýndi mér nágrennið
Að lokinni skoðun var tekinn „léttur“ hádegisverður að hætti Toskanabúa á fallegri sveitakrá la Taverna sem rekin er af Banfi. Þessi „létti“ hádegisverður samanstóð af mismunandi pylsum og áleggi ásamt heimabökuðu brauði og ólífuolíu og Salsa Etrusca þeirra balsamaikedik en þar sem nafnið er bundið við Emalia-Romagna svæðið kalla Toskanabúar sitt edik Salsa Etrusca sem að sögn heimamanna er mun eldri uppskrift. Annar rétturinn var hin stórskemmtilega súpa ef súpu skildi kalla (hnausþykk) Ripolita grænmetissúpa soðin og ofnbökuð í lengri tíma með ríkulegu en senn fáguðu bragði nammi namm. Að lokum „Taglita“ nautasteik rósmarinkrydduðum kartöflum steiktum hvítum baunum með hvítlauk í tómatsósu. Með forréttinum var smakkað Serena Sauvignon Blanc frá heimamönnum sem passaði vel og betur en rauðvínið Mandirelle úr Merlotþrúgunni sem borið var fram þó það væri í sjálfu sér gott vín. Með nautinu passaði Brunello di Montalcino 2002 frábærlega með og var þessu síðan skolað niður með expresso og smá grappa á tunguna.
Nú var að snúa sér að alvörunni og fyrirtækið heimsótt aftur og ég kynntur fyrir starfsfólki skrifstofu og málin rædd og skoðuð en á morgun er á dagskrá er að skoða fyrirtækið og vínsmökkun í L‘Enoteka sem er tilhlökkunarefni. Allesandro varð síðan samferða mér til Montalcino þar sem mér var komið fyrir á fallegu litlu gistihúsi Il Barlanzone sem er á háhæð Montalcino við hlið vikisins sem er eitt af kennileitum staðarins. Banfi er stærsti framleiðandi í Montalcino með rúma 850 hektara undir vínrækt og eru garðarnir fallega staðsettir í hæðunum kring um Montacino. Allt á þessu svæði snýst um vínrækt eða hluti tengda vínræktinni. Ferðamennska í kring um vínræktina er einnig mjög mikilvægur þáttur.

Um kvöldið sýndi Allesandro mér næsta nágrenni í Montalcino helstu búðir og kaffihús þannig að maður yrði fljótt sjálfbjarga. Lukum síðan góðum degi með að kíkja inn á krá þar sem tekinn var smá freiðivín og Brucetta að hætti Toskanbúa nýbakað brauð hvítlaukur gott salt og nýpressuð ólífuolía sem bragðaðist senn grösugt og krydduð (pipruð) bara gott. Í hópinn slógust síðan með okkur Simone pension og vínbúðareigandi þar sem við gistum og Yoshiaki Myjama Japani sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í 11 ár og hefur titilinn fine wine ambassador sér um smökkun og Japansmarkað. Við skruppum í næsta hús við þar sem við gistum og litum inn á lítið huggulegt veitingahús með langa nafninu Osteria Di Porta Al Cassero töluvert var um heimafólk og virtust allir þekkja alla einnig slangur af túrhestum. Maturinn var góður heimalagað pasta og sérréttir frá Toskana s.s. kýrmagi (keppur)í saffran skemmtilegt.
17 nóv.
Nú er draumurinn að rætast að fá að kynnast víngerð í Toskana. Ferðin hófst með millilendingu í London eftir nokkra tíma stopp þar þá var flogið til Rómar og lent þar um 20.00 að staðartíma. Það var því notarlegt að ekki var langt á hótel því sofið var á flugvallarhótelinu.

Monday, November 10, 2008

Picasa Web Albums - Júlíus - Pidmont 2007

Upphafið

Nú er að tolla í tískunni og fara að blogga. Tilefnið er þó væntanleg ferð mín til Toskana á Ítalíu sem er Da Vinci styrkferð til að kynna mér víngerð í Toskana. Fyrirtækið sem tekur á móti mér í Toskana heitir Banfi og er staðsett nálagt bænum Montepuliciano. Ég verð hjá þeim í tvær vikur frá 17 til 30 nóv. Fyrirtækið er stórt og framsækið með margvíslega framleiðslu víðsvegar um Toskana. Þetta er mjög spennandi og á ég að fá að kynna mér hina ýmsu þætti framleiðslunnar þennan hálfa mánuð.