18 nóv.
Dagurinn var tekinn snemma og bílaleigubíllinn græjaður GPS og ekið af stað í átt til Montalcino nánar tiltekið fyrirtækis sem
Banfi nefnist og er staðsett rétt fyrir utan bæinn. Ég kom rúmlega hádegi til Banfi og tók Allesandro á móti mér og sýndi mér nágrennið
Að lokinni skoðun var tekinn „léttur“ hádegisverður að hætti Toskanabúa á fallegri sveitakrá la Taverna sem rekin er af Banfi. Þessi „létti“ hádegisverður samanstóð af mismunandi pylsum og áleggi ásamt heimabökuðu brauði og ólífuolíu og
Salsa Etrusca þeirra balsamaikedik en þar sem nafnið er bundið við Emalia-Romagna svæðið kalla Toskanabúar sitt edik Salsa Etrusca sem að sögn heimamanna er mun eldri uppskrift. Annar rétturinn var hin stórskemmtilega súpa ef súpu skildi kalla (hnausþykk)
Ripolita grænmetissúpa soðin og ofnbökuð í lengri tíma með ríkulegu en senn fáguðu bragði nammi namm. Að lokum „
Taglita“ nautasteik rósmarinkrydduðum kartöflum steiktum hvítum baunum með hvítlauk í tómatsósu. Með forréttinum var smakkað
Serena Sauvignon Blanc frá heimamönnum sem passaði vel og betur en rauðvínið
Mandirelle úr Merlotþrúgunni sem borið var fram þó það væri í sjálfu sér gott vín. Með nautinu passaði
Brunello di Montalcino 2002 frábærlega með og var þessu síðan skolað niður með expresso og smá grappa á tunguna.
Nú var að snúa sér að alvörunni og fyrirtækið heimsótt aftur og ég kynntur fyrir starfsfólki skrifstofu og málin rædd og skoðuð en á morgun er á dagskrá er að skoða fyrirtækið og vínsmökkun í
L‘Enoteka sem er tilhlökkunarefni. Allesandro varð síðan samferða mér til Montalcino þar sem mér var komið fyrir á fallegu litlu gistihúsi
Il Barlanzone sem er á háhæð Montalcino við hlið vikisins sem er eitt af kennileitum staðarins. Banfi er stærsti framleiðandi í Montalcino með rúma 850 hektara undir vínrækt og eru garðarnir fallega staðsettir í hæðunum kring um Montacino. Allt á þessu svæði snýst um vínrækt eða hluti tengda vínræktinni. Ferðamennska í kring um vínræktina er einnig mjög mikilvægur þáttur.
Um kvöldið sýndi Allesandro mér næsta nágrenni í Montalcino helstu búðir og kaffihús þannig að maður yrði fljótt sjálfbjarga. Lukum síðan góðum degi með að kíkja inn á krá þar sem tekinn var smá freiðivín og Brucetta að hætti Toskanbúa nýbakað brauð hvítlaukur gott salt og nýpressuð ólífuolía sem bragðaðist senn grösugt og krydduð (pipruð) bara gott. Í hópinn slógust síðan með okkur Simone pension og vínbúðareigandi þar sem við gistum og
Yoshiaki Myjama Japani sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í 11 ár og hefur titilinn fine wine ambassador sér um smökkun og Japansmarkað. Við skruppum í næsta hús við þar sem við gistum og litum inn á lítið huggulegt veitingahús með langa nafninu
Osteria Di Porta Al Cassero töluvert var um heimafólk og virtust allir þekkja alla einnig slangur af túrhestum. Maturinn var góður heimalagað pasta og sérréttir frá Toskana s.s. kýrmagi (keppur)í saffran skemmtilegt.